Harður jarðskjálfti í Indónesíu

mbl.is/Kristinn

Öflugur jarðskjálfti, 7 að styrk, skók Papua-hérað Indónesíu í kvöld. Þetta er haft eftir bandarískum jarðfræðingum. Ekkert bendir til að jarðskjálftinn muni orsaka flóðbylgju.

Jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 21:41 að íslenskum tíma, klukkan 06:41 að staðartíma. Jarðskjálftinn átti upptök sín nærri 250 kílómetra frá héraðshöfuðborginni Jayapura.

Flóðbylgjuvarnarmiðstöðin fyrir Kyrrahafið, sem staðsett er á Hawaii segir enga ástæðu til að óttast flóðbylgju eftir jarðskjálftann, sem átti upptök sín undir frumskóginum á Irian Jaya.

Indónesía hvílir á hinum svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, á flekaskilum sem orsaka tíða og öfluga jarðskjálfta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert