Brakið er úr Boeing 777

AFP

Staðfest hefur verið að brakið sem fannst við frönsku eyjuna La Reunion í Indlandshafi fyrr í vikunni sé úr Boeing 777 þotu.

Að sögn aðstoðarsamgöngumálaráðherra Malasíu, Abdul Aziz Kaprawi, staðfestir verksmiðjunúmer sem er á vænghlutanum þetta. Að sögn Kaprawi fékk hann þessar upplýsingar frá Malaysia Airlines en talið er nánast fullvíst að brakið sé úr þotu flugfélagsins sem hvarf með 239 manns um borð á leið frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars í fyrra.

Samkvæmt frétt á vef Telegraph þá telur bandaríska leyniþjónustan að flugi MH370 hafi vísvitandi verið flogið af leið.

Umfangsmikil leit stendur yfir á eyjunni La Reunion og hafa einhverjir hlutir fundist sem talið er að geti verið úr flugvélinni. En eldgos í Piton de la Fournaise á eyjunni tefur leitarstarfið.

Meðal þess sem hefur fundist er kínverskar vatnsflöskur, Nongfu, og brúsi með hreinsiefni frá Indónesíu. Ekki er útilokað að þetta komi frá asísku skipi segir í frétt Independent.

Independent hefur þær upplýsingar frá Boeing að verksmiðjunúmer 777 sé 657BB á þeim hluta vængsins sem talið er að hafi fundist á strönd La Réunion. Ekki er vitað til þess að nokkur önnur Boeing 777 þota hafi misst þennan vænghluta af á flugi yfir Indlandshafi. Eina flugvélin sem komi til greina sé flug MH370.

Abdul Aziz Kaprawi segir í samtali við AFP fréttastofuna að flugvélabrakið sem fannst nálgist það að leysa ráðgátuna um hvarf MH370.

„Ég tel að við erum að nálgast lausn ráðgátunnar um MH370. Þetta getur verið sannfærandi sönnunargagn um að MH370 hafi hafnað í Indlandshafi,“ segir Abdul Aziz Kapraw.

Á vefnum Allt um flug kemur fram að spurningar hafi vaknað um hvort brakið, sem er flapsi er kallast flapseron, gæti hafa losnað af einhverri af þeim Boeing 777 vélum sem fljúga yfir Indlandshafið, fallið ofan í sjóinn og rekið á land en meðal annars fljúga bæði Air Austral og Air France Boeing 777 vélum um Roland Garros flugvöllinn (RUN) í Sante-Marie á Réunion-eyju.

„Þótt sjaldgæft sé að flapsi losni af farþegaþotu þá eru dæmi um að slíkt hafi gerst en t.a.m. losnaði 5 metra langur flapsi af júmbó-fraktvél frá Korean Air Cargo sem var í aðflugi að flugvellinum í Frankfurt þann 8. október árið 2014 sem var að koma inn til lendingar frá Moskvu,“ segir á vefnum Allt um flug.

Einhverjir hrúðurkarlar voru á brakinu sem fannst en sérfræðingar hjá hafrannsóknarstofnun á Réunion-eyjunni, telja að þeir séu um eins árs gamlir sem passar nokkurn veginn við það tímabil í fyrra sem að flug MH370 hvarf.

<blockquote class="twitter-tweet">

Chinese water bottle and Indonesian product found on island where 'MH370 debris' was found <a href="http://t.co/8RRr5o13ur">http://t.co/8RRr5o13ur</a> <a href="http://t.co/gNxk76HBad">pic.twitter.com/gNxk76HBad</a>

— Daily Mail Online (@MailOnline) <a href="https://twitter.com/MailOnline/status/627028464755937280">July 31, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert