Sprengdi sig í loft upp á markaði

Svona var umhorfs á Gomboru-markaðnum í morgun.
Svona var umhorfs á Gomboru-markaðnum í morgun. AFP

Kona á þríhjóli sprengdi sig í loft upp á markaði í borginni Maiduguri í austurhluta Nígeríu í dag. Þetta gerði konan kl. 6.30 í morgun að staðartíma  þegar Gamboru markaðurinn er iðandi af lífi og bændur og aðrir að undirbúa sölubása sína fyrir daginn. 

Enn hefur ekki fengið staðfest hvort að einhver fórst í árásinni en sjónarvottar segja að sjá megi lík á vettvangi. 

Konan kom á þríhjóli á markaðinn en slík hjól eru einmitt algeng farartæki kvenna sem koma þangað að selja varning sinn. Hægt er að flytja vörur á litlum palli á hjólunum. Hún stöðvaði hjól sitt líkt og sölukonurnar á ákveðnu svæði. Svo kom sprengingin. 

„Ég heyrði háværa sprengingu og ég hljóp út úr húsi mínu. Ég sá að hún kom frá Gamboru-markaðnum. Það eru allt í líkum og brennandi þríhjólum á svæðinu,“ segir heimildarmaður AFP-fréttastofunnar. 

Gamboru markaðurinn er einn sá stærsti í borginni Maiduguri sem er höfuðborg Borno-ríkis í Nígeríu. Þangað er uppruni Boko Haram, hryðjuverkasamtakanna, upprunninn.

Sprengingin var öflug á markaðnum í morgun.
Sprengingin var öflug á markaðnum í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert