Vantar fleiri innflytjendur í lögregluna

www.norden.org

Sænska lögreglan hefur áhyggjur af því hversu fáir nýir lögreglumenn eru af erlendum uppruna. Áður voru um 10% nýliða í lögreglunni af erlendum uppruna en nú eru það aðeins 5%. Þetta kemur fram í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Ekot í sænska ríkisútvarpinu.

Betty Rohdin, skólastjóri lögregluskólans í Växjö, segir að mikið hafi breyst á þeim fjórtán árum sem hún hefur starfað við skólann. Sum árin hafa tæplega 15% þeirra sem komust inn í námið verið af erlendum uppruna.

Hún segir að áður hafi ekki verið neitt mál að senda tölvupóst á vinnufélagana ef það til að mynda vantaði einhvern sem talaði arabísku. Nú er það varla nokkur sem geri það.

Um 16% íbúa Svíþjóðar eru af erlendum uppruna og telur sænska lögreglan nauðsynlegt að lögreglan endurspegli þetta hlutfall innan sinna raða.

Ekki er vitað nákvæmlega sem valdi því að hæfum umsækjendum úr röðum innflytjenda hefur fækkað svo mikið en það er jafnvel rakið til þess að nú er meira horft á menntun umsækjenda heldur en viðtöl á persónulegum nótum.

Í þættinum Ekot er haft eftir lögreglunni að í mörgum hverfum borga Svíþjóðar vanti lögreglumenn sem geti tjáð sig við íbúa í hverfum þar sem innflytjendur eru í meirihluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert