1700 reyndu flótta í Calais

AFP

Yfir 1.700 flóttamenn reyndu að komast inn í Ermarsundsgöngin í Calais í Frakklandi í nótt í þeirri von að komast til Englands. Einn lögreglumaður slasaðist þegar grjóti var kastað í andlit hans.

Það var súdanskur flóttamaður sem kastaði steininum og var hann handtekinn. Lögreglumaðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans.
Mun fleiri reyndu að komast yfir Ermarsundið í nótt heldur en undanfarnar nætur en í síðustu viku reyndi yfir tvö þúsund manns að komast til Englands á flótta yfir sundið. Alls hafa tíu flóttamenn týnt lífi við þessar flóttatilraunir undanfarna tvo mánuði.
Franska lögreglan aukið viðbúnað í Calais til muna og eru nú 120 lögreglumenn til viðbótar þar á vakt. Flóttamannastraumurinn hefur vakið reiði beggja vegna sundsins og hafa franskir og breskir stjórnmálamenn látið ýmislegt falla þar að lútandi. Meðal annars hefur David Cameron, forsætisráðherra Bretlands verið gagnrýndur fyrir ummæli þar sem hann líkti flóttafólkinu við flugnager og að það væri ekki velkomið til Bretlands.
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert