Fylgi Corbyns mælist 53%

Jeremy Corbyn.
Jeremy Corbyn. AFP

Jeremy Corbyn nýtur stuðnings meirihluta kjósenda í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins í Bretlandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun YouGov. Hann mælist með 53% fylgi en þar á eftir kemur Andy Burnham með 21% fylgi.

Stuðningur við Corbyn hefur aukist á undanförnum vikum á sama tíma og dregið hefur úr fylgi við Burnham.

Í könnuninni voru 1.411 manns með kosningarétt í leiðtogakjörinu spurðir hver þeir vildu sjá sem næsta leiðtoga flokksins. Kosningin hefst á föstudaginn en úrslit munu ekki liggja fyrir fyrr en í september.

Eins og kunnugt er sagði Ed Miliband af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins eftir mikinn ósigur í bresku þingkosningunum í maímánuði.

Margir hafa gagnrýnt Corbyn fyrir að vera of langt til vinstri til að geta komið flokknum aftur í ríkisstjórn. Hann hefur meðal annars lýst aðdáun sinni á hugmyndafræðingnum Karl Marx sem hann segir Breta geta lært margt af.

„Hann er mjög áhuga­verð per­sóna sem við get­um lært mjög margt af. Hann var með frábær­ar sam­fé­lags­grein­ing­ar. Hug­sjón­in sem hann hef­ur skapað er ótrú­lega áhuga­verð,“ sagði Cor­byn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert