Fjöldi látinna hækkar enn í Tianjin

Tala látinna vegna sprenginganna í kínversku hafnarborginni Tianjin á miðvikudag er komin í 104, að sögn kínverska ríkisfjölmiðilsins Xinhua. 

Í morgun var hafist handa við að rýma íbúðahverfi í ná­grenni sprengju­svæðis­ins. Yf­ir­völd hræðast að efna­meng­un sé á svæðinu, en mjög eitruð natrí­um blá­sýra (e. sodi­um cy­ani­de) fannst á svæðinu.

Er óttast að efnin muni dreifast víðar um svæðið.

721 maður hefur verið flutt­ur á spít­ala. Af hinum látnu eru 21 slökkviliðsmaður.

Á sam­fé­lags­miðlum í Kína hef­ur aðkoma yf­ir­valda verið harðlega gagn­rýnd og sá fjöldi björg­unarmanna sem fórst við hjálp­ar­starfið.

Eins er gagnrýnt hvernig frá­sagn­ir rík­is­fjöl­miðla í Kína eru af hörm­ung­um sem þess­um. Þeir upphefji þá sem koma að björg­un­ar­starf­inu og sleppi því að greina frá því hvað olli hörmungunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert