Voru látin við komuna til Austurríkis

Sláttumaður lét lögreglu vita þegar hann tók eftir að úldinn …
Sláttumaður lét lögreglu vita þegar hann tók eftir að úldinn vökvi lak aftan úr bílnum. Fréttamaður Channel 4 sagði að lyktin á vettvangi hefði verið hryllileg. AFP

Lík allt að 40-50 flóttamanna sem fundust um borð í vöruflutningabifreið í austurhluta Austurríkis í dag voru illa farin. Fólkið virðist hafa kafnað og var látið áður en bifreiðin yfir landamærin, að sögn lögreglu.

Bifreiðinni var lagt við A4 hraðbrautina milli Neusiedl og Parndorf og hafði staðið óhreyfð frá því í gær.

Hans Peter Doskozil, yfirlögreglustjóri í Burgenland, segir að fjöldi látinna sé a.m.k. 20 en útilokar ekki að 40-50 séu um borð í bifreiðinni. Hann segir ástand líkamsleifanna torvelda að gefa upp nákvæma tölu.

Harmleikurinn varpaði skugga á fund leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins og ríkjanna vestanmegin á Balkanskaga þar sem umræðuefnið var hin svokallaða flóttafólkskrísu í Evrópu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði fregnirnar hafa komið sér úr jafnvægi og þær væru áminning um að Evrópa þyrfti að bregðast skjótt við og í anda samstöðu.

Merkel sagði augu heimsins hvíla á Evrópu.

Samkvæmt vegamálayfirvöldum gerði sláttumaður lögreglu viðvart þegar hann tók eftir því að ógeðfelldan vökva leka aftan úr hvítum frystivagninum. Hurðin hafði verið skilin eftir opin og lögreglu beið hinn hörmulegi fundur.

Leit stendur yfir að ökumanni bifreiðarinnar en lögregla hefur viðurkennt að hann, eða þeir, hafi mögulega flúið land.

<blockquote class="twitter-tweet">

“They perished here, at the side of a motorway, in the European Union.” <a href="https://twitter.com/lindseyhilsum">@lindseyhilsum</a> reports from Austria <a href="https://t.co/Ip7If0LiYl">https://t.co/Ip7If0LiYl</a>

— Channel 4 News (@Channel4News) <a href="https://twitter.com/Channel4News/status/636881132936499200">August 27, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Hin 7,5 tonna bifreið var eitt sinn í eigu kjúklingaframleiðslufyrirtækisins Hyza en að sögn talsmanna þess var hún seld í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum í Ungverjalandi er hún skráði í eigu rúmansks ríkisborgara frá borginni Kecskemét.

Um 107.500 hælisleitendur leituðu til aðildarríkja Evrópusambandsins í síðasta mánuði en um er að ræða metfjölda. Mótttaka fólksins hefur reynst Evrópuríkjunum ofviða, en viðhorf þeirra gagnvart flóttamannastraumnum eru afar ólík.

Werner Faymann, kanslari Austurríkis, sagði í dag að það væri afar mikilvægt að ríki álfunnar kæmust að sameiginlegri lausn. Hann sagðist styðja tillögu Þjóðverja um kvóta fyrir hvert og eitt ríki en Spánverjar og önnur ríki í austurhluta álfunnar hafa hafnað þeirri hugmynd.

Á þriðjudag stöðvaði lögregla í Austurríki þrjá ökumenn sem eru grunaðir um að hafa flutt hælisleitendur frá Sýrlandi og öðrum svæðum inn í Evrópu. Einn þeirra ók 34 einstaklingum, þeirra á meðal tíu börnum, í sendiferðabíl og skildi hópinn eftir við hraðbraut nærri borginni Bruck an der Leitha.

Fólkið sagði við lögreglu að það hefði átt erfitt með andardrátt aftur í flutningabílnum. Það hefði beðið ökumanninn um að stoppa en hann hefði ekið viðstöðulaust frá Serbíu til Austurríkis.

Sjá ítarlega frétt Guardian.

Frétt mbl.is: Fundu lík allt að 50 flóttamanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert