Hefur safnað 18 milljónum fyrir pennasölumanninn

Myndin sem Gissur deildi á Twitter-síðu sinni af flóttamanninum í …
Myndin sem Gissur deildi á Twitter-síðu sinni af flóttamanninum í Beirút. mynd/Gissur Símonarson

Gissur Símonarson, íslenskur blaðamaður búsettur í Noregi, setti af stað söfnun fyrir mann sem hann sá haldandi á sofandi dóttur sinni að selja penna á götum Beirút. Upprunalega stóð til að sagna 5.000 dollurum, en sú upphæð safnaðist á hálftíma.

Frétt mbl.is: Safnar fyrir sýrlenskan flóttamann

Þúsundir dollara söfnuðust á örfáum klukkutímum fyrir manninn, sem er sýrlenskur flóttamaður. 

Söfnunin hefur nú skilað ríflega 18 milljónum íslenskra króna, eða 140 þúsund Bandaríkjadölum. Gissur stofnaði Twitter-síðuna#BuyPens og aðeins um hálftíma síðar setti maður sem sagðist sjá flóttamanninn á hverjum degi í hverfinu sínu í samband.

Gissur heldur skilmerkilega utan um hvaðan framlögin til mannsins, sem heitir Abdul, koma.

<blockquote class="twitter-tweet">

Graph of referring sites and donation amounts. <a href="https://twitter.com/twitter">@Twitter</a> still in the lead. <a href="https://twitter.com/hashtag/BuyPens?src=hash">#BuyPens</a> <a href="http://t.co/IT7AMzHJaG">pic.twitter.com/IT7AMzHJaG</a>

— Gissur Simonarson CN (@GissiSim) <a href="https://twitter.com/GissiSim/status/637924165291520000">August 30, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Update on the top 10 countries donating to <a href="https://twitter.com/hashtag/BuyPens?src=hash">#BuyPens</a> <a href="http://t.co/V8e8k1HeNN">pic.twitter.com/V8e8k1HeNN</a>

— Gissur Simonarson CN (@GissiSim) <a href="https://twitter.com/GissiSim/status/637924672600997890">August 30, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Notendur Twitter hafa gefið mest og hefur hæsta upphæðin komið frá Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert