Myndband af heræfingu á Kóreuskaga

A-10 Thunderbolt vél var meðal þeirra sem tók þátt í …
A-10 Thunderbolt vél var meðal þeirra sem tók þátt í æfingunum. Skjáskot úr myndbandinu.

Herir Bandaríkjanna og Suður-Kóreu héldu sameiginlega heræfingu á Seunjing æfingasvæðinu í Suður-Kóreu. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á æfingunni. Æfingin var haldin um 20 kílómetrum frá svæðinu sem skilur Kóreurnar að.

Um 3.000 hermenn, 100 skriðdrekar og brynvarin farartæki, 120 stórar fallbyssur, 45 þyrlur og 40 orrustuþotur tóku þátt í æfingunni, sem minnir um margt frekar á hersýningu en æfingu. Tímasetning æfingarinnar er engin tilviljun, því fyrir nokkru skiptust herir Norður- og Suður-Kóreu á stórskotaliðsskotum.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="https://www.youtube.com/embed/XVXQlkpaC5k" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert