Oliver Sacks látinn

Oliver Sacks.
Oliver Sacks. Skjáskot úr myndbandinu.

Oliver Sacks, taugalæknir og rithöfundur lést í dag, 82 ára að aldri. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir rannsóknir sínar á heilanum og þeim undrum sem þar gerast. Hann gaf meðal annars út bókina „Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur,“ þar sem hann notaði raunveruleg dæmi af sjúklingum sínum sem upphafspunkta í rannsóknum á því hvernig mannsheilinn virkar.

Sacks var leikinn af Robin Williams í kvikmyndinni Awakening, sem segir frá því þegar hann gaf sjúklingum sem áður voru í dái lyfið L-Dopa.

Hann lést á heimili sínu í New York. Banamein hans var krabbamein.

<iframe allowfullscreen="true" frameborder="0" height="373" id="nyt_video_player" marginheight="0" marginwidth="0" scrolling="no" src="http://graphics8.nytimes.com/bcvideo/1.0/iframe/embed.html?videoId=100000003864214&amp;playerType=embed" title="New York Times Video - Embed Player" width="480"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert