McKinley verður Denali

Denali er hæsta fjall Norður-Ameríku, 6.168 metrar yfir sjávarmáli
Denali er hæsta fjall Norður-Ameríku, 6.168 metrar yfir sjávarmáli Af vef Wikipedia

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama tilkynnti í gær að hæsta fjall Norður-Ameríku, McKinley, fengi aftur sitt gamla nafn, Denali. Deilt hefur verið um nafnið á þessu hæsta fjalli álfunnar áratugum saman en frumbyggjar í Alaska nefndu fjallið Denali sem þýðir Hið mikla eða Hið háa. Þrátt fyrir að fjallinu hafi verið gefið heitið McKinley árið 1896 af gullgrafara sem hafði heyrt fréttir af því að William KcKinley hefði verið tilnefndur sem forseti Bandaríkjanna. 

Obama tilkynnti um nafnabreytinguna á fjallinu, sem er 6.168 metrar að hæð, áður en hann lagði af stað í þriggja daga heimsókn til Alaska þar sem helsti tilgangur ferðarinnar er að ræða loftslagsmál.

Tekið er fram í tilkynningu frá Obama að McKinley hafi aldrei komið til Alaska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert