Heimsþekktur píanóleikari myrtur

Natalia Strelchenko
Natalia Strelchenko Af vef Natalia Strelchenko

Heimsþekktur píanóleikari, Natalia Strelchenko, var myrt á heimili sínu á sunnudag. Eiginmaður hennar, sem er norskur hefur verið grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína.

Strelchenko, 38 ára, nam við Tónlistarháskólann í Noregi og er með norskan ríkisborgararétt en er af rússneskum uppruna. Hún fannst meðvitunarlaus með höfuðáverka á heimili sínu í Manchester. Breska lögreglan segir að um heimilisofbeldi sé að ræða og hefur handtekið eiginmann hennar, John Martin, 48 ára, sem er kontrabassaleikari. Hann er einnig umboðsmaður hennar. Þau eiga ungt barn.

Strelchenko hefur komið fram á tónleikum í öllum helstu tónleikasölum heims, þar á meðal Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Französischer Dom í Berlín. Hún átti að koma fram á nokkrum tónleikum síðar á árinu, þar á meðal Noregi, Frakklandi og Bretlandi. 

Frétt Guardian

Síðustu tónleikar Stelchenko

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/Lat98Rid4D4" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert