Rýma brautarstöðina

Beðið á lestarstöðinni í München
Beðið á lestarstöðinni í München AFP

Fleiri hundruð lögreglumenn eru nú á aðalbrautarstöðinni í Búdapest og taka þátt í því að rýma stöðina. Fleiri hundruð flóttamenn eru á brautarstöðinni í þeirri von að komast frá Ungverjalandi til annarra landa.

Fréttamaður AFP er á staðnum en í tilkynningu sem lesin var upp á Keleti lestarstöðinni kemur fram að engar lestir muni fara eða koma um Keleti lestarstöðinni að svo stöddu. Fólk er vinsamlega beðið um að yfirgefa stöðina.

Alls komu 3650 flóttamenn til Vínar í Austurríki með lestum í gær og hafa þeir aldrei verið jafn margir, að sögn austurrísku lögreglunnar. Skýringin er sú að í gær lét lögreglan sig hverfa í Ungverjalandi og hætti að stöðva flóttafólk sem hefur undanfarnar vikur reynt að komast með lestum til annarra ríkja Evrópu.

Talsmaður lögreglunnar í Austurríki segir að mikil vinna sé framundan við að fara yfir mál fólksins og sjá hverjir séu í raun og veru hælisleitendur. Margir flóttamannanna sváfu á Westbahnhof (lestarstöð i Vín) og vonast til þess að geta haldið ferðalaginu áfram til Þýskalands en þar í landi hafa yfirvöld rýmkað þær reglur sem gilda um hælisleitendur frá Sýrlandi.

Tilkynnt var um rýminguna eftir að um 500 flóttamenn reyndu að komst um borð í lest á leið til Vínar í morgun. Um 50 þúsund flóttamenn hafa komið til Ungverjalands á einum mánuði.

Lestarstöðin í München
Lestarstöðin í München AFP
AFP
AFP
AFP
Á West lestarstöðinni í Vín.
Á West lestarstöðinni í Vín. AFP
Westbahnhof
Westbahnhof AFP
AFP
AFP
AFP
Lestarstöðin í München í gærkvöldi
Lestarstöðin í München í gærkvöldi AFP
Flóttamenn frá Afganistan við komuna til München
Flóttamenn frá Afganistan við komuna til München AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert