Ísbirnir angra rússneska veðurfræðinga

Veðurfræðingarnir óttast að birnirnir ráðist á þá. Myndin er úr …
Veðurfræðingarnir óttast að birnirnir ráðist á þá. Myndin er úr safni. AFP

Nokkrir ísbirnir sitja um rússneska veðurfræðinga sem dvelja í Fyodorov-veðurstöðinni á Vaygacheyju í nyrst í Rússlandi og koma í veg fyrir að þeir geti sinnt störfum sínum, þ.e. lesið af mælum við stöðina. 

Dýrin hafa verið á svæðinu við stöðina að undanförnu og hafa slagsmál brotist út á milli þeirra vegna ætis. Hópurinn reyndi að fæla birnina í burtu með blysum en án árangurs og hefur hann því leitað til rússlenskra stjórnvalda eftir aðstoð.

Á myndum sem fylgja frétt BBC má sjá myndir af húsinu þar sem veðurfræðingarnir dvelja og tilraunum þeirra til að fæla birnina burt með blysi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert