Vill að Bush tali ensku

Donald Trump
Donald Trump AFP

„Mér líka vel við Jeb. Hann er góður maður. En hann ætti að vera til fyrirmyndar og taka ensku þegar hann er í Bandaríkjunum,“ sagði forsetaframbjóðandinn og auðkýfingurinn Donald Trump við fjölmiðla þar sem hann gagnrýndi mótframbjóðanda sinn í forvali repúblikana Jeb Bush fyrir að tala spænsku við ákveðin tilefni.

Fram kemur í frétt AFP að skeytasendingarnar á milli Trump og Bush hafi færst mjög í aukana að undanförnu en þeir mælast með mest fylgi í kosningabaráttunni samkvæmt skoðanakönnunum. Trump hefur þó haft afgerandi forystu til þessa síðan hann tilkynnti formlega um framboð sitt í júní. 

Bush bjó um tíma í Mexíkó og Venesúela sem ungur maður, eiginkona hans fæddist í Mexíkó og hann talar reiprennandi spænsku. Bush hefur fyrir vikið nokkrum sinnum notast við spænsku í kosningabaráttunni. Einkum þegar hann hefur heimsótt svæði þar sem mikið er af spænskumælandi fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert