Þrýstingur vex á Bandaríkin

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Þrýstingur eykst á bandarísk stjórnvöld að taka við fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi en áður var gert ráð fyrir. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Bandaríkin taki við 17 þúsund sýrlenskum flóttamönnum en til þessa hafa Bandaríkjamenn tekið við 1.800 manns þaðan.

Fram kemur í frétt AFP að Bandaríkin hafi sögulega séð verið í fararbroddi þegar komið hefur að því að taka við flóttamönnum en það hafi breyst í seinni tíð. Stjórnvöld í Washington hafi heitið því að gera meira ef þau hafi svigrúm til þess. Ferlið sem flóttamenn þurfa að fara í gegnum til þess að komast til Bandaríkjanna sé hins vegar flókið og tímafrekt.

Haft er eftir Larry Yungk hjá Flóttamannahjálp Sameinuði þjóðanna að ferlið sem áður hafi tekið 9-12 mánuði taki nú yfirleitt 18 mánuði eða lengri tíma. Erfitt sé fyrir flóttamenn að búa við óvissu í svo langan tíma um það hvert framhaldið verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert