Henning Mankell látinn

Sænski rithöfundurinn Henning Mankell
Sænski rithöfundurinn Henning Mankell AFP

Sænski rithöfundurinn Henning Mankell er látinn, 67 ára að aldri, en banamein hans var krabbamein. Hann var metsöluhöfundur og er helst þekktur fyrir bækur sínar um sænska lögreglurannsóknarmanninn Kurt Wallander. Síðasta bók Mankell um Wallander kom út árið 2013. 

Mankell var fæddur í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, 3. febrúar 1948. Foreldrar hans skildu þegar hann var ársgamall og ólst hann að mestu upp hjá föður sínum ásamt eldri systur sinni. Þau bjuggu fyrst í stað í bænum Sveg þar sem faðir hans starfaði sem héraðsdómari og síðar í bænum Borås. Sveg er sögusvið einnar af bókum Mankells, Danslärarens återkomst.

Mankell var kvæntur Evu Bergman sem var dóttir sænska leikstjórans Ingimars Bergman. Hann upplýsti opinberlega í janúar á síðasta ári að hann hefði greinst með krabbamein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert