Telur að þingið gefi grænt ljós

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er sannfærður um að viðamikill fríverslunarsamningur, sem Bandaríkjamenn og ellefu önnur ríki við Kyrrahaf eiga aðild að, verði samþykktur af bandaríska þinginu samkvæmt frétt AFP. Repúblikanar, sem hafa meirihluta bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, hafa gagmrýnt samninginn harðlega.

Viðræður um samninginn hafa staðið yfir undanfarin fimm ár en hann var undirritaður á dögunum. Auk Bandaríkjanna eiga Mexíkó, Chile, Nýja Sjáland, Ástralía, Kanada, Japan, Malasía, Singapúr, Perú, Víetnam og Brúnei aðild að honum. Fríverslunarsamningurinn nær til um 40% af hagkerfi heimsins. Obama hefur sagt að samningurinn tryggi hagsmuni bæði bandarískra fyrirtækja og launþega en samkvæmt honum verði tollar felldir niður á um 18 þúsund bandarískum vörutegundum.

Frétt mbl.is: Samið um fríverslun við Kyrrahafið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert