Tvær skotárásir á nokkrum tímum

Komu Obama til Oregon var mótmætl í dag.
Komu Obama til Oregon var mótmætl í dag. AFP

Tveir hafa látið lífið í skotárásum í Bandaríkjunum í dag. Árásirnar eiga það sameiginlegt að hafa gerst á háskólasvæðum og gerðust þær á aðeins nokkurra klukkustunda millibili.

Einn lést og þrír særðust í fyrri skotárásinni í Northern Arizona University snemma í morgun. Samkvæmt frétt BBC innihélt árásin meðlimi í bræðrafélagi í háskólanum. Seinna sama morgun lést einn í skotárás við íbúðahús á lóð Texas Southern University í Houston í Texas ríki.

Von er á forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, til Oregon ríkis í dag en þar ætlar hann að hitta fórnarlömb skólaskotárásar frá því í síðustu viku.

Þar náði árásarmaður að skjóta níu manns áður en hann féll sjálfur. Í kjölfarið ávarpaði Obama þjóð sína og kallaði eftir því að byssulöggjöf í landinu yrði hert. Búist er við því að þeir sem hlynntir eru almennri byssueign í Bandaríkjunum muni mótmæla komu forsetans.

Lögregla í Arizona hefur tilkynnt að árásarmaðurinn þar heiti Steven Jones og sé átján ára gamall. Hann hóf nám við skólann núna í haust. Hann hefur verið ákærur fyrir morð og þrjár árásir. Fórnarlömb hans voru fjögur talsins og meðlimir í Delta Chi bræðrafélaginu. Jones var ekki meðlimur.

Að sögn Jones réðst hópur manna að honum í morgun. Hann flúði mennina, hljóp að bíl sínum þar sem hann náði í byssu og skaut að mönnunum er þeir nálguðust hann. 

Að sögn vitna voru fórnarlömb Jones óvopnuð. Mennirnir þrír sem særðust í árásinni eru nú á sjúkrahúsi.

Seinni árásin átti sér stað eins og fyrr segir við íbúðahús á lóð háskólans. Einn nemandi lést og var hann á fyrsta ári. Þar að auki er einn særður eftir árásina. Tveir hafa verið handteknir grunaðir um verknaðinn og verður þriðji einstaklingurinn hugsanlega yfirheyrður.

Maria Gonzalez, nemandi við Northern Arizona University, sagði í samtali við fjölmiðla að hún hafi fyrst haldið að um flugelda væri að ræða. „Ég var að læra fyrir próf þannig ég leit út um gluggann og sá tvo hlaupa. Þá áttaði ég mig á því að þetta voru ekki flugeldar heldur byssuskot,“ sagði Gonzalez. „Hvernig á mér að finnast ég vera örugg á meðan ég er að læra?“

Fyrri fréttir mbl.is:

Átti 13 byss­ur og með leyfi fyr­ir öll­um

Fleiri byss­ur, fleiri morð

Ein­fari og afar ná­inn móður sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert