Tæplega 90 látnir í Ankara

Í ljós hefur komið að í það minnsta 86 manns eru látnir eftir sprengjuárásina sem gerð var við friðarsamkomu í Ankara í morgun. 62 manneskjur létust á vettvangi og 24 til viðbótar hafa látist af sárum sínum á sjúkrahúsum borgarinnar. Þetta segir heilbrigðismálaráðherrann Mehmet Muezzinoglu á blaðamannafundi sem nú fer fram. Þá segir hann 186 manns vera særða.

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Federica Mogherini, hvetur Tyrki til að „standa í sameiningu“ gegn hryðjuverkamönnum og öllum þeim ógnum sem að landinu steðja.

„Við stöndum með öllu því fólki í Tyrklandi sem vinna saman að því spyrna gegn ofbeldi og hryðjuverkum,“ sagði Mogherini í yfirlýsingu. „Samstarf okkar með tyrkneskum yfirvöldum er sterkara en nokkurn tíma fyrr.“

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO fordæmdi einnig árásina. „Það getur ekkert réttlætt þessa skelfilegu árás á fólk sem kemur saman til að stuðla að friði.“

Í myndbandinu hér að neðan má sjá augnablikið þegar sprengingarnar áttu sér stað á samkomunni í morgun.

Sjá frétt mbl.is: Um 30 látnir í Tyrklandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert