Hætta að fylgjast með sendiráðinu

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AFP

Breska lögreglan hyggst hætta að hafa eftirlit með sendiráði Ekvador í London þar sem stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, Julian Assange, hefur haldið til frá árinu 2012. Þangað flúði hann til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið sakaður um nauðgun. Assange hefur neitað þeim ásökunum.

Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að eftirlitið með sendiráðinu hefði kostað 12,6 milljónir punda, eða sem nemur um 2,5 milljörðum íslenskra króna, og væri ekki lengur viðeigandi. Eftir sem áður yrði áfram reynt að handsama Assange.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert