Kveikt í húsi hælisleitenda

Skjáskot af SVT.se

Sænskur skóli sem til stóð að myndi hýsa hælisleitendur í Svíþjóð brann til kaldra kola í nótt.  Samkvæmt SVT bendir ýmislegt til þess að eldurinn hafi komið  upp af mannavöldum.

Skólinn, sem er í Kånna í suðurhluta Svíþjóðar, hafði verið lokaður um nokkurt skeið og hugðust yfirvöld nýta bygginguna sem hælisleitendamiðstöð með svefnplássum fyrir um 80 manns. Í gær var rúmum og dýnum komið fyrir í húsinu en allt útlit er fyrir að um nóttina hafi verið kveikt í því. Íbúar svæðisins höfðu fengið að vita af áformum sveitastjórnarinnar fyrir húsnæðið fyrir fáeinum dögum síðan.

„Við höfum ástæðu til að ætla það. Við lítum á atvikið sem grófa íkveikju,“ segir Anna-Lena Ringbacka, yfirmaður rannsóknarinnar samkvæmt BT.

Enginn slasaðist í brunanum og enn er enginn grunaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert