Kæfði barn sitt með plastpoka

Detroit
Detroit Af Wikipedia

26 ára kona sem kæfði nýfætt barn sitt með plastpoka stuttu eftir að það fæddist hefur nú verið dæmd í fangelsi. Kimberly Pappas kom fram fyrir dómara í dag og sagðist sjá eftir gjörðum sínum á hverjum degi. Pappas, sem fæddi barnið á vinnustað sínum í Detroit í Bandaríkjunum, var dæmd í 9 til 20 ára fangelsi.

Við dómsuppkvaðninguna í dag sagði Pappas að ekki væri hægt að lýsa sársaukanum og eftirsjánni sem hún finni fyrir. Að sögn lögreglu fannst barnið látið í ruslatunnu við skrifborð konunnar 31. mars á þessu ári. Hún hafði stuttu áður fætt barnið inn á salerni skrifstofunnar. Samkvæmt krufningu lifði barnið í um 20 til 30 mínútur og lést vegna súrefnisskorts.

Að sögn fjölmiðla í Detroit hafði Pappas fyrir fæðinguna neitað fyrir það að vera ólétt. Samkvæmt upplýsingum frá systur hennar og samstarfskonu, Cassandra Pappas, keypti hún engar vörur fyrir barnið og ræddi aldrei möguleikann á ættleiðingu eða fóstureyðingu.

Faðir konunnar, James Pappas, sagði í dag að fjölskyldan elskaði hana skilyrðislaust.

Frétt NBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert