Sjö fórust í þyrluslysi

Fox-jökullinn er mjög sprunginn og erfiður yfirferðar.
Fox-jökullinn er mjög sprunginn og erfiður yfirferðar. Af Wikipedia

Sex ferðamenn og flugmaður fórust er þyrla hrapaði í mjög sprungnum jökli á Nýja-Sjálandi í dag. Mjög vont veður var þegar slysið varð.

Útsýnisþyrlan hrapaði á Fox-jöklinum sem er vinsæll ferðamannastaður á vesturströnd South-Island. Mikil rigning var m.a. þegar slysið varð.

„Við höfum farið að svæðinu og  það eru engin merki um að einhver hafi komist lífs af,“ segir lögreglustjórinn John Canning við AFP-fréttastofuna. Hann segir að á morgun verði reynt að ná í líkin á jöklinum. Hann segir að sú aðgerð gæti tekið tíma vegna veðurs. „Ég mun ekki hætta fleiri mannslífum, við höfum þegar misst sjö í þessu slysi.“

Hann segir að yfirborð jökulsins sé mjög sprungið og því hættulegt yfirferðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert