Herða á hernaði gegn Ríki íslams

Franskar orrustuþotur eyðilögðu í dag stjórnstöð Ríkis íslams og þjálfunarbúðir nærri borginni Mosul í Írak. Á sama tíma sat Francois Hollande, forseti Frakklands, fund með Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu.

Eftir fundinn tilkynntu forsetarnir að hersveitir Bandaríkjanna og Frakklands myndu herða á hernaði gegn vígasamtökum Ríkis íslams. Hvöttu þeir jafnframt ráðamenn í Rússlandi og Tyrklandi til að beina hersveitum sínum gegn samtökunum.

Loftárás Frakka í dag var unnin í samvinnu við flugher Bandaríkjanna og stóðu aðgerðir yfir í um fimm klukkustundir samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaráðuneyti Frakklands.

Voru það orrustuþotur af franska flugvélamóðurskipinu Char­les de Gaulle sem sáu um árásina, en skipið er nú statt í austur Miðjarðarhafi. Hefur áhöfn þess staðið í árásum gegn vígamönnum Ríkis íslams frá því á mánudag, en um borð eru 26 orrustuþotur.

Á mánudag veittu þotur af de Gaulle hersveitum Íraks aðstoð úr lofti gegn vígamönnum í Ramadi og Mosul. Síðar sama dag gerðu þotur loftárás á höfuðvígi Ríkis íslams, Raqqa í norður Sýrlandi. Meðal skotmarka þar var stjórnstöð á vegum samtakanna.

Char­les de Gaulle tekur nú þátt í baráttunni gegn Ríki …
Char­les de Gaulle tekur nú þátt í baráttunni gegn Ríki íslams. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert