Öflugur jarðskjálfti í Perú

Frá Líma, höfuðborg Perú.
Frá Líma, höfuðborg Perú. AFP

Öflugur jarðskjálfti skók Perú um klukkan 22:45 að íslenskum tíma. Samkvæmt fyrstu upplýsingum er skjálftinn 7,5 stig að stærð en engar staðfestar upplýsingar hafa borist af manntjóni eða að byggingar hafi hrunið.

Jarðskjálftinn reið yfir klukkan 17:45 að staðartíma og átti upptök sín um 173 kílómetra vestnorðvestur af Iberia og 681 kílómetra austnorðaustur af höfuðborginni Líma.

Árið 2007 varð skjálfti af stærðinni 7,9 stig í Perú og þá lét­ust um 600 manns. Mikið tjón varð í skjálft­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert