Lík May Peleg verður brennt

May Peleg
May Peleg Af facebook-síðu May Peleg.

Strangtrúuð fjölskylda ísraelsku transkonunnar May Peleg verður að verða við óskum hennar um bálför. Hún framdi sjálfsvíg fyrr í þessum mánuði og óskaði sérstaklega eftir þessu í erfðaskrá sinni. Fjölskyldan telur bálfarir aftur á móti stangast á við trú sína.

Hæstiréttur Ísrael staðfesti þetta í gær.

May Peleg var 31 árs þegar hún lést. Hún fæddist sem karlmaður og gekkst undir kynleiðréttingu. Áður hafði hún gengið í hjónaband með konu, eignast tvö börn og skilið við eiginkonu sína. Hún var formaður fram­kvæmda­nefnd­ar sam­fé­lags­miðstöðvar sam­taka LGBT-fólks í Jerúsalem. 

Frétt mbl.is: Vilja stöðva bálför transkonu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert