Tíu kíló af sprengiefni í bakpoka

Tíu kíló af sprengiefni voru bakpoka eða vesti í rútu sem lífverðir forseta Túnis ferðuðust með í gær. Flestir mannanna létust þegar sprengjan sprakk. Ekki hefur verið gefið upp hvort um sjálfsvígsárás var að ræða.

Lík mannanna voru afar illa farin og var notast við fingraför þeirra til að bera kennsl á þá. Neyðarstandi var lýst yfir í landinu í kjölfar sprengingarinnar og útgöngubanni í höfuðborginni. Um tuttugu manns særðust í árásinni en sprengjan sprakk þegar rútan ók um Mohamed V Avenue, rétt hjá þeim stað þar sem stór kvikmyndahátíð stendur yfir.

Neyðarástandið gild­ir í þrjá­tíu daga og út­göngu­bann er í gildi frá klukk­an 9 á kvöld­in til fimm á morgn­ana.

Frétt mbl.is: Neyðarástandi lýst yfir í Túnis 

Hér má sjá rútuna sem um ræðir.
Hér má sjá rútuna sem um ræðir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert