Hugrökk, einlæg og hjartahlý

Lína langsokkur.
Lína langsokkur.

Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Eiríksdóttir Langsokkur, betur þekkt sem Lína Langsokkur, er engin venjuleg stúlka. Hún er sterkasta stelpa í heimi, hikar ekki við að rökræða við fullorðna fólkið og er hugrökk, hjartahlý og einlæg.

Lína fer sínar eigir leiðir í lífinu, sefur með fæturna á koddanum og skilur ekki af hverju börn þurfa að ganga í skóla og læra fargnöldrun. Hún býr á Sjónarhóli ásamt hesti sínum og apa, Litla Karli og Herra Níels. Mamma hennar er engill á himnum en pabbi hennar er sjóræningi á Skopparakringlunni. 

Í dag eru sjötíu ár frá því að fyrsta bókin um Línu Langsokk kom út en höfundur hennar var ástsæli sænski rithöfundurinn Astrid Lindgren. Bækurnar um Línu hafa verið gefnar út á 92 tungumálum. 

Tommi: En ætli þau séu eitthvað skrýtin? Af hverju hafa þau hestinn á veröldinni?
Lína: Vegna þess að í eldhúsinu þvælist hann bara fyrir og honum leiðist í stofunni!
Tommi: En hestar eiga að vera í hesthúsum...
Lína: Eiga og eiga! Hvar átt þú sjálfur að búa?


Veturinn 1941 lá Karin, sjö ára dóttir Lindgren, með lungnabólgu í rúminu. Hún sagði móður sinni að hún vildi heyra sögur af Línu og varð móðir hennar við því. Lindgren hélt áfram að segja Karin og vinum hennar sögur af sterku stúlkunni en það var ekki fyrr en í maí sama ár sem hún skrifaði sögurnar niður. Hún hafði tognað og neyddist því til að hvíla sig.

„Hann er sterkasti maður í heimi!“
Lína: „Maður já,“ sagði hún. „En ég er sterkasta stelpa í heimi, mundu það!“

Lindgren færði dóttur sinni sögurnar þegar hún varð 10 ára í maí árið 1944. Hún kannaði í kjölfarið hvort  Bonnier útgáfufyrirtækið í Svíþjóð vildi gefa út bók eða bækur um Línu. Ekki hafði forlagið áhuga en Lindgren gafst þó ekki upp og var það Rabén & Sjögren sem gaf bókina út 26. nóvember árið 1945.

Tommi: En hver segir þér hvenær þú eigir að fara í háttinn og svoleiðis?

Lína: Það geri ég sjálf! Fyrst segir ég einu sinni, mjög vingjarnlega, elsku besta Lína, farðu nú og háttaðu þig. En ég hlýði ekki! Þá verð ég að sýna aðeins meiri hörku. Lína, þú heyrðir hvað ég sagði, farðu að hátta þig segi ég! En ég hlýði ekkert heldur þá. Þá verð ég að öskra! Lína, farðu að hátta þig stelpuskratti! Og þá hlýði ég og sef bara eins og lítill grís!


„Ætlar þú ekki að þurrka gólfið, Lína,“ spurði Anna.
„Æ, nei. Það getur þornað í sólinni,“ svaraði Lína. „Ég held að það muni ekki fá kvef svo lengi sem það heldur áfram að hreyfa sig.“

Hér skal nú glens og gaman
við getum spjallað saman.
Gáum hvað þú getur,
vinur, gettu hver ég er.
Verðlaun þér ég veiti,
ef veistu hvað ég heiti.
Vaðir þú í villu,
þetta vil ég segja þér

Hér sérðu Línu langsokk
tralla hopp, tralla hei,
trallahopp sa sa.
Hér sérðu Línu langsokk
já, líttu það er ég.

Svo þú sérð minn apa,
minn sæta, fína, litla apa.
Herra Níels heitir,
já, hann heitir reyndar það.
Hérna höll mín gnæfir
við himin töfraborg mín gnæfir.
Fannstu annan fegri
eða frægðarmeiri stað?

Þú höll ei hefur slíka,
ég á hest og rottu líka.
Og kúffullan af krónum
einnig kistil á ég mér.
Veri allir vinir
velkomnir, einnig hinir.
Nú lifað skal og leikið,
þá skal líf í tuskum hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert