Tyrkir munu vinna með Rússum

Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands.
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands. AFP

Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir að Tyrkland muni vinna með Rússlandi og öðrum til að draga úr spennu eftir að rússnesk orrustuþota var skotin niður við landamæri Sýrlands fyrr í vikunni.

Þetta kemur fram í aðsendri grein hans í hinni bresku útgáfu Times en þar sagði hann að lykilatriðið væri að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Tyrkir þyrftu þó einnig að vernda sitt yfirráðasvæði.

Þótt rússneskir ráðamenn hafi útlokað hernaðarlegar hefndaraðgerðir gegn Tyrkjum er ekki þar með sagt að þeir muni ekki aðhafast neitt. Reyndar hafa ráðamenn í Rússlandi bæði hótað og ýtt á eftir alls konar aðgerðum sem gætu kostað efnahag Tyrkja talsverðar fjárhæðir.

Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, gaf í dag ráðherrum ríkisstjórnarinnar tvo daga til að setja fram viðbragðsáætlun á efnahags- og mannúðarsviðinu sem beinist gegn Tyrklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert