Sögulegt handaband í París?

Netanyahu og Abbas brostu kurteisislega. Fátt toppar hinsvegar svipinn á …
Netanyahu og Abbas brostu kurteisislega. Fátt toppar hinsvegar svipinn á Dhoinine. AFP

Sögulegt handaband gæti hafa átt sér stað í París í dag þegar að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hitti Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Það er þó ekki ljóst þar sem annar þjóðarleiðtogi skyggir á hendur þeirra.

Þetta er í fyrsta skipti síðan 2010 sem Netanyahu og Abbas hittast en að sögn ísraelskra og arabískra fjölmiðla, tókust þeir í hendur. Fundurinn var þó mjög stuttur, aðeins handaband og ekkert meir.

Það var Ikililou Dhoinine, forseti Comoros, eyjaklasa í Indlandshafi, sem skyggði svona skemmtilega á handaband þeirra Abbas og Netanyahu í dag.

195 þjóðir taka þátt í viðræðunum í París, en tæplega 150 þjóðarleiðtogar eru á staðnum. Hver leiðtogi fékk 3 mínútur í pontu í viðræðunum í dag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, talaði hinsvegar í 14 mínútur.

Það virðist sem Netanyahu sé að taka í hendina í …
Það virðist sem Netanyahu sé að taka í hendina í Abbas. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert