Nýbakaður borgarstjóri fannst látinn

Lögreglubíll í Alaska.
Lögreglubíll í Alaska. Af Wikipedia

Borgarstjóri Juneau, höfuðborgar Alaska-ríkis í Bandaríkjunum, fannst látinn á heimili sínu í gær en hann tók við embættinu í október. Lögreglan rannsakar nú dauða hans en segir að orðrómar um að ráðist hafi verið á borgarstjórann séu aðeins vangaveltur.

Stephen Fisk var sjötugur en hann átti að gegna embætti borgarstjóra þangað til í október árið 2018. Sonur hans kom að honum á heimili hans.

Yfirvöld segja að niðurstöðu krufningar sé að vænta á næstu dögum. Lögreglan segist vita af orðrómum um borgarstjórinn hafi verið fórnarlamb árásar en það séu hins vegar aðeins getgátur. Rannsóknarlögreglumenn fari nú yfir gögn málsins.

Juneau er 32.000 manna borg í suðausturhluta Alaska, nærri Kanada.

Frétt CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert