Sprengdi sig upp nálægt mosku

Sjíta múslimar taka þátt í pílagrímsgöngu í Bagdad í síðustu …
Sjíta múslimar taka þátt í pílagrímsgöngu í Bagdad í síðustu viku. AFP

Að minnsta kosti átta létu lífið þegar að maður sprengdi sig í loft upp nálæg mosku sjíta múslima í austurhluta Bagdad, höfuðborgar Írak í dag. Þar að auki særðust að minnsta kosti nítján í árásinni.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð en síðustu misseri hefur það verið nær undantekningalaust Ríki íslams sem lýsir yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárásum í Írak.

Liðsmenn Ríkis íslams líta á sjíta múslíma sem trúvillinga og hafa oft gert þá að skotmörkum sínum með sprengjuárásum í Bagdad.

Ríki íslams náði yfirráðum á stórum svæðum norðan og vestan við Bagdad á síðasta ári. Íraski stjórnarherinn hefur nú náð hluta þeirra að nýju en enn er stór hluti landsins undir stjórn hryðjuverkasamtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert