Kona vann sæti í borgarstjórn Mekka

Sádi arabísk kona á kjörstað í gær.
Sádi arabísk kona á kjörstað í gær. AFP

Í gær gerðist það í fyrsta sinn í sögunni að kona vann sæti í sveitarstjórnarkosningum í Sádi Arabíu. Konan verður nú fulltrúi í borgarstjórn Mekka. Konur gátu í gær í fyrsta sinn kosið og boðið sig fram í landinu.

Borgarstjórnarfulltrúinn heitir Salma bint Hizab al-Oteibi. 978 konur buðu sig fram, 5.938 karlar.

Enn á eftir að telja hluta atkvæða í kosningunum. 

Frétt mbl.is: Nú hafa konur rödd

Um 130 þúsund konur skráðu sig fyrirfram og gátu því kosið í gær. 1,35 milljón karla er á kjörskrá. Konurnar sem buðu sig fram til embættisstarfa þurfti að tala á bak við skilrúm í kosningabaráttunni. Þær gátu einnig valið um að fá karlmann til að tala fyrir sig. 

Sádi Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað með lögum að aka bíl. 

Kosningar eru almennt sjaldgæfar í landinu og þær sem fram fóru í gær eru þær þriðju sem haldnar hafa verið. Engar kosningar fóru fram á árunum 1965-2005.

Hópur karlmanna í kjörstjórn í Jeddah innsiglar kjörkassann. Um 130 …
Hópur karlmanna í kjörstjórn í Jeddah innsiglar kjörkassann. Um 130 þúsund konur voru á kjörskrá í gær en 1,35 milljónir karla. AFP
Kona skilar atkvæði sínu í Jeddah.
Kona skilar atkvæði sínu í Jeddah. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert