Barinn til bana í hópárás

Christopher Meli skilur eftir sig barn.
Christopher Meli skilur eftir sig barn. Ljósmynd/Police Service of Northern Ireland

Fimm táningar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á hinum tvítuga Christopher Meli, en samkvæmt lögreglu tóku allt að 20 ungmenni þátt í að kýla og sparka í Meli í vesturhluta Belfast um helgina. Meli lést af áverkunum.

Mennirnir sem hafa verið handteknir eru á aldrinum 16-18 ára.

Að sögn rannsóknarlögreglumannsins Richard Campbell telur lögregla að atburðarásin sem leiddi til dauða Meli hafi verið með þeim hætti að hópurinn réðst gegn honum eftir að hann varð viðskila við vini sína þrjá. Hópunum virðist hafa lent saman á föstudagskvöld en árásin átti sér stað á öðrum stað seinna um kvöldið.

„Sumir þeirra sem tilheyrðu stærri hópnum tóku mögulega ekki þátt í árásinni á Christopher, né vissu þeir í hvað stefndi. Lögregla vinnur að því að komast til botns í því hvað gerðist og hverjir tóku þátt.“

Campbell biðlaði til sjónarvotta um að gefa sig fram áður en lögregla kæmi og bankaði upp á hjá þeim.

Mennirnir sem voru handteknir verða einnig yfirheyrðir vegna tilraunar til manndráps, en annar ungur maður hlaut alvarlega áverka í sömu árás. Að sögn Campbell hefur málið vakið mikinn óhug í samfélaginu.

Meli lætur eftir sig barn.

Guardian sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert