Fær aðeins tvo frídaga á ári

Drottningin mætir í jólamessu á jóladag og Sandringham í austur …
Drottningin mætir í jólamessu á jóladag og Sandringham í austur Englandi. AFP

Elísabet II Englandsdrottning, kom 306 sinnum fram opinberlega í Bretlandi á síðasta ári. Drottningin, sem verður níræð í apríl, kom þar að auki fram opinberlega 35 sinnum erlendis. Í september voru 63 ár síðan að Elísabet varð krýnd drottning og er hún sá þjóðhöfðingi Bretlands sem lengst hefur ríkt.

Alls kom hún fram opinberlega 393 sinnum á síðasta ári. Eiginmaður hennar, Filippus, kom fram opinberlega 250 sinnum á síðasta ári en hann er 94 ára gamall.

Elsti sonur þeirra, Karl prins, birtist jafnframt 527 sinnum opinberlega á síðasta ári, þar af 147 sinnum erlendis.

Atburðir sem meðlimir konungsfjölskyldunnar tóku þátt í á árinu 2015 voru m.a. opinberar heimsóknir, athafnir, tónleikar, íþróttaviðburðir, fundir og viðburðir góðgerðasamtaka.

Elsti sonur Karls, Vilhjálmur, kom opinberlega fram 87 sinnum í Bretlandi og 35 sinnum erlendis. Kona hans, Katrín, kom fram opinberlega 62 sinnum á árinu sem var að líða, en aðeins í Bretlandi.

Bróðir Vilhjálms, Harry, kom fram 49 sinnum í Bretlandi en 59 sinnum erlendis. Hann lauk tíu ára herþjónustu í júní.

Dóttir Elísabetar, Anna prinsessa, kom fram oftast á árinu sem var að líða eða 544 sinnum. Það er Tim O‘Donovan, sem tekur saman opinbera athafnir konungsfjölskyldunnar og hefur hann gert það á hverju ári síðan 1979. Hann sagði í samtali við The Times að jóladagur og páskadagur væru einu föstu frídagar drottningarinnar.

Filippus prins verður 95 ára á árinu en Elísabet níræð.
Filippus prins verður 95 ára á árinu en Elísabet níræð. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert