Hafa náð stjórn á eldinum á Ritz hótelinu

Slökkviliðsmenn fyrir utan hótelið í dag.
Slökkviliðsmenn fyrir utan hótelið í dag. AFP

Slökkviliðsmenn í París hafa náð stjórn á eldi sem kviknaði á efstu hæði Ritz hótelsins í borginni í morgun. Framkvæmdir höfðu staðið yfir á hótelinu í þrjú ár en átti að opna það aftur í mars. Um 150 iðnaðarmenn þurftu að yfirgefa bygginguna vegna eldsins en enginn slasaðist.

Þó svo að eldurinn sé hættur að dreifa sér er erfitt að komast að honum að sögn talsmanns slökkviliðs Parísarborgar og standa aðgerðir slökkviliðs enn yfir. 

Eins og fyrr hefur komið fram var tilkynnt um eldinn um klukkan 7 að staðartíma í morgun og um 60 slökkviliðsmenn á fimmtán slökkviliðsbílum komu á staðinn. Eldurinn kviknaði á 7. hæð hússins og dreifðist upp á þak.

Hótelið er sögufrægt en það er í eigu egypska milljarðamæringsins Mohamed al-Fayed en hann á einnig verslunina Harrods. Þekktir fastakúnnar hótelsins voru til að mynda Charlie Chaplin, Coco Chanel og Ernest Hemingway. Hótelið er einnig þekkt fyrir að hafa verið síðasti staðurinn sem Díana prinsessa og Dodi Fayed borðuðu á áður en þau létu lífið í bílsslysi 30. ágúst 1997.

Frétt BBC. 

Fyrri frétt mbl.is: Mikill eldur á Ritz hótelinu í París

AFP
Svæðið var girt af.
Svæðið var girt af. AFP
Erfitt er að komast að eldinum að sögn slökkviliðsins.
Erfitt er að komast að eldinum að sögn slökkviliðsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert