Dómarar við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn hafa gefið saksóknurum sínum leyfi til að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum í stríði Rússa og Georgíu árið 2008 sem stóð stutt yfir.
Þetta verður í fyrsta sinn sem dómstóllinn rannsakar mál utan Afríku.
Saksóknarinn Fatou Bensouda óskaði í október formlega eftir því að hefja fulla rannsókn á stríðinu í Suður-Ossetíu.
Hún sagði dómurunum að fundist hefðu sannanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Á BBC kemur fram að hún hefði sannanir sem gæfu í skyn að bæði lönd hefðu drepið friðargæsluliða, sem telst til stríðsglæpa.
Í ágúst 2008 reyndi Georgía að endurheimta héraðið Suður-Ossetíu en það lýsti yfir sjálfstæði frá Georgíu í upphafi tíunda áratugarins. Rússar brugðust við með því að flytja herlið sitt til Georgíu.
Eftir að Rússar unnu stríðið, sem stóð yfir í fimm daga, viðurkenndu þeir Suður-Ossetíu sem sjálfstætt ríki, ásamt héraðinu Abkhazia. Ríkin tvö ná yfir um 20 prósent af flatarmáli Georgíu.