Mannskæð árás á mosku

Frá Sádi-Arabíu
Frá Sádi-Arabíu AFP

Tveir létust og sjö særðust í sjálfsvígsárás á mosku í austurhluta Sádi-Arabíu í morgun. 

Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu kemur fram að moskan tilheyrði sjíta-múslímum sem eru í minnihluta í landinu. 

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu og löndum á borð við Katar og Kúveit hafa stutt uppreisnarmenn úr röðum súnní-múslíma í Sýrlandi en stjórn landsins hefur notið stuðnings Írans þar sem sjía-múslímar eru í meirihluta. Sádi-Arabar líta á aðstoðina við uppreisnarmennina í Sýrlandi sem þátt í baráttunni gegn auknum áhrifum íranska klerkaveldisins í Miðausturlöndum, m.a. í Írak, Jemen og Barein. Íranar hafa ásamt Rússum veitt einræðisstjórn Bashars al-Assads hernaðaraðstoð í því skyni að halda henni við völd í Sýrlandi og Sádi-Arabar hafa svarað því með því að senda uppreisnarhreyfingum súnní-múslíma öflugri vopn, m.a. flugskeyti sem hægt er að nota til að granda skriðdrekum sem sýrlenski stjórnarherinn hefur fengið frá Rússlandi. Á meðal þeirra sem Sádi-Arabar styðja eru hreyfingar íslamista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert