Fjórar byggingar hrundu

Þrjátíu manns hið minnsta var bjargað í kvöld eftir að fjórar byggingar hrundu í borginni Tainan í suðurhluta Taívans í kjölfar þess að öflugur jarðskjálfti reið yfir svæðið. Unnið er að því að reyna að bjarga yfir eitt hundrað manns sem sitja fastir í einni af byggingunum. Ekki hafa borist fréttir af dauðsföllum enn sem komið er samkvæmt frétt AFP.

Jarðskjálftinn átti sér stað um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru á 10 kílómetra dýpi um 39 kílómetra norðaustur af borginni Kaoshiung. Upphaflega var sagt að hann hefði verið 6,7 að stærð en síðar var greint frá því að hann hefði verið 6,4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert