Fimm fórust í snjóflóði

Björgunarmenn á vettvangi.
Björgunarmenn á vettvangi. AFP

Lögreglan í Austurríki hefur sagt fimm tékkneska skíðamenn látna eftir snjóflóð í dag. Snjóflóðið féll í dal sunnan við Innsbruck í vestanverðu Austurríki og kaffærði tólf aðra. Frekari upplýsingar um líðan þeirra og aðstæður á vettvangi liggja ekki enn fyrir.

Fleiri snjóflóð féllu í dag í ölpunum en þíða eftir nýlega snjókomu gerði snjóalög þar óstöðug. Bjarga þurfti m.a. nokkrum skíðamönnum í Tyrol hérað.

Röð dauðsfalla hefur einnig orðið í frönsku ölpunum í vetur. Síðast fórust sex hermenn frönsku útlendingahersveitarinnar nærri Valfrejus eftir snjóflóð. Í janúar létust tveir franskir nemendur á táningsaldri og úkraínskur ferðamaður eftir að kennari frakkanna leiddi þá inn á lokað svæði á Deux-Alpes skíðasvæðinu. Kennarinn slasaðist alvarlega sjálfur en hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert