Skelfingu lostin vegna lestarslyss

Þessi loftmynd sýnir vel hversu harður árekstur lestanna tveggja var.
Þessi loftmynd sýnir vel hversu harður árekstur lestanna tveggja var. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist vera skelfingu lostin vegna áreksturs tveggja farþegalesta sem varð níu manns að bana og slasaði yfir eitt hundrað í suðurhluta landsins í morgun.

„Ég er skelfinu lostin og afar sorgmædd yfir þessu alvarlega lestarslysi í Bad Aibling í morgun,“ sagði Merkel í yfirlýsingu.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

„Ég vil votta öllum samúð mína en sérstaklega fjölskyldum þeirra níu sem fórust,“ bætti Merkel við.

„Hugur minn er einnig hjá þeim fjölda fólks sem meiddist og er að glíma við afleiðingar slyssins. Ég óska þeim góðs bata,“ sagði hún og þakkaði björgunarstarfsfólki líka fyrir dugnað sinn undir erfiðum kringumstæðum.

Slysið átti sér stað um sjöleytið að staðartíma, um sex að íslenskum tíma. Svo virðist sem lestirnar hafi mæst á sömu teinum.

Björgunarstarfsmenn ganga í burtu með manneskju sem slasaðist í árekstrinum.
Björgunarstarfsmenn ganga í burtu með manneskju sem slasaðist í árekstrinum. AFP

Vitað er að börn voru farþegar í lestunum en þar sem vetrarfrí eru í skólum í Bæjaralandi vegna föstunnar voru færri börn á ferðinni en ella.

Frétt mbl.is: Átta látnir og yfir 100 slasaðir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert