Von á áttundu Potter-bókinni

Nú byrja hörðustu aðdáendur að telja niður...
Nú byrja hörðustu aðdáendur að telja niður... Mynd/Pottermore.com

Aðdáendur Harry Potter geta sannarlega hlakkað til en í dag var tilkynnt að von er á áttundu bókinni um galdrastrákinn hugdjarfa. Reyndar mun sagan gerast nítján árum eftir að síðustu bók lauk, en þá er Harry kvæntur og orðinn þriggja barna faðir.

Um er að ræða handritið að leikritinu Harry Potter and the Cursed Child, hluta I og II en bókin er væntanleg í verslanir 31. júlí, daginn eftir frumsýningu í Lundúnum.

Það eina sem hefur verið gefið upp um söguþráðinn er að þegar bókin hefst starfar Harry hjá galdramálaráðuneytinu og „glímir við fortíð sem neitar að heyra sögunni til.“ Þá reynist það yngsta syni hans, Albus, erfitt að höndla fjölskylduarfleifðina.

Bækurnar um Harry Potter hafa selst í 450 milljónum eintaka á heimsvísu og tekjur af myndunum um galdrastrákin nema um 7 milljörðum Bandaríkjadala.

Tilkynning Pottermore.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert