Tugir sátu fastir í stólalyftu

AFP

Kalla varð út þyrlur til að aðstoða um 50 skíðamenn sem sátu fastir í stólalyftu hátt yfir skíðabrekkum Mitterbach-skíðasvæðisins í Austurríki. Börn voru á meðal þeirra sem þurftu á aðstoð að halda. 

Ekki liggur fyrir hvers vegna lyftan stöðvaðist skyndilega í gær.

Óskað var eftir aðstoða lögreglu og slökkviliðsmanna. Þá voru þrjár þyrlur sendar á vettvang, beisli sett á skíðamennina og þeir látnir síga til jarðar. 

10 skíðamenn urðu að dúsa í lyftunni í rúma tvo tíma. Engan sakaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert