Klettar hrundu í hafið í jarðskjálfta

Myndband náðist þar sem hlutar klettanna hrundu í hafið.
Myndband náðist þar sem hlutar klettanna hrundu í hafið. Skjáskot/Youtube

Jarðskjálfti reið yfir við borgina Christchurch í Nýja-Sjálandi í dag rétt eftir hádegi að staðartíma, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Engar fregnir hafa borist af alvarlegum skemmdum eða dauðsföllum. Sjá mátti kletta hrynja í hafið við útjaðar borgarinnar.

Strendur austan við borgina voru fullar af sundgestum og brimbrettafólki þegar hlutar klettanna fóru að hrynja í sjóinn.

Brátt eru liðin fimm ár síðan jarðskjálfti varð á sama svæði. Sá skjálfti eyðilagði miðbæ borgarinnar og varð 185 manns að bana.

Jarðfræðistofnun Nýja-Sjálands segir skjálftann hafa numið 5,7 stigum á Richter-kvarðanum en hann varð á 15 kílómetra dýpi og 15 kílómetrum austan við borgina.

Á myndskeiðinu má sjá hvar hrundi úr klettunum í hafið rétt fyrir utan borgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert