Kúba skilar bandarísku flugskeyti sem endaði fyrir mistök á Havana

Hellfire-flugskeyti.
Hellfire-flugskeyti. mynd/Wikipedia

Stjórnvöld á Kúbu hafa skilað Bandaríkjamönnum Hellfire-flugskeyti sem var fyrir mistök sent til Havana, höfuðborgar Kúbu, í júní árið 2014. Málið þykir vera hið vandræðalegasta fyrir bandarísk stjórnvöld.

Flytja átti flugskeytið, sem var ekki með sprengiefni, til Spánar þar sem NATO-æfing fór fram. Það var síðan flutt til Þýskalands og endaði svo á Charles de Gaulle alþjóðaflugvellinum í París þaðan sem það átti að vera flutt til Flórída. Flugskeytið hafnaði hins vegar um borð í flugi Air France til Havana.

Greint er frá málinu í Wall Street Journal, en þar segir jafnframt að atvikið hafi mögulega leitt til þess að tæknibúnaður hersins hafi glatast sem sé hið alvarlegasta mál. 

Bandarísk stjórnvöld urðu á endanum að biðja Kúbumenn um að skila sér flugskeytinu. 

Utanríkisráðuneyti Kúbu segir að fyrir mistök þá hafi flugskeytið hafnað í flugi frá París til Havana. Ráðuneytið segist ennfremur hafa tekið málið alvarlega og sýnt fullt samstarf til að leysa málið. 

AGM 114 Hellfire er flugskeyti sem má skjóta má úr herþyrlu eða ómönnuðu flygyldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert