99 ásakanir um kynferðislegt ofbeldi

Mynd úr safni af friðargæsluliðum
Mynd úr safni af friðargæsluliðum AFP

Alls bárust 99 nýjar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi eða kynferðislega áreitni af hálfu starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Árið á undan var tilkynnt um 80 slík tilvik, samkvæmt nýrri skýrslu SÞ.

Í flestum tilvikum, alls 69 talsins, er um að ræða friðargæsluliða í tíu verkefnum, samkvæmt frétt Guardian. Hermenn og lögreglumenn sem eru sakaðir um kynferðisglæpi á meðan þeir eru starfandi á vegum SÞ í 21 landi, eru flestir Afríkubúar. 

Í skýrslunni sem er unnin að beiðni framkvæmdastjóra SÞ, Ban Ki-moon, er ekki tilgreint þjóðerni þeirra 30 friðargæsluliða sem eru sakaðir um kynferðislega misnotkun eða brot, sem ekki eru friðargæsluliðar.

Skýrslan kemur út í kjölfar ásakana um nauðganir og kynferðislegt ofbeldi af hálfu alþjóðlegs herliðs í Mið-Afríkulýðveldinu.

Flestar ásakanir eru á hendur friðargæsluliða frá Austur-Kongo, alls sjö, en þeir störfuðu allir í Mið-Afríkulýðveldinu á vegum SÞ. Eins eru nokkrar ásakanir á hendur friðargæsluliðum frá Evrópu og Kanada. 

Hermenn og lögreglumenn frá Búrúndí, Þýskalandi, Gana, Senegal, Madagaskar, Rúanda, Kongó, Búrkína Fasó, Kamerún, Tansaníu, Slóvakíu, Níger, Moldavíu, Tógó, Suður-Afríku, Marokkó, Benín, Nígeríu og Gabon. Brotin voru framin í löndum eins og Haítí, Malí, Austur-Kongó og Fílabeinsströndinni.

Frétt Guardian í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert