Gera kjarnavopnin klár

Kim Jong-Un
Kim Jong-Un AFP

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur beðið herinn um að gera kjarnorkuvopn tilbúin til notkunar hvenær sem er. Þetta kemur fram í frétt ríkisfréttastofu N-Kóreu.

Fyrr í vikunni samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hertar refsiaðgerðir á hendur N-Kóreu vegna kjarnorkutilrauna þeirra.

Kim bar fram þessa ósk sína er hann fylgdist með hernum á æfingu í gær og segir að það sé nauðsynlegt að vera ávalt undirbúinn undir það að grípa til varna og verja sjálfstæði landsins.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert