Fleiri þjóðir ESB vilja þjóðaratkvæði

AFP

Meirihluti Frakka vill þjóðaratkvæði um veru Frakklands í Evrópusambandinu eða 53% samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var af Edinborgarháskóla. Fleiri voru einnig hlynntir slíku þjóðaratkvæði en andvígir í Svíþjóð, Þýskalandi og á Spáni.

Frétt mbl.is: Hollendingar vilja einnig kjósa um ESB

Fram kemur í frétt AFP að einnig hafi verið spurt hvernig fólk myndi kjósa í slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum. Fleiri Frakkar, eða 44%, myndu vilja vera áfram í Evrópusambandinu en þeir sem vilja úr sambandinu sem er um þriðjungur. Meirihluti hinna þjóðanna sem kannaðar voru vilja vera áfram í Evrópusambandinu.

Þjóðaratkvæði fer fram í júní um veru Bretlands í Evrópusambandinu. Mikill meirihluti þeirra þjóða sem kannaðar voru vildu að Bretar yrðu áfram í sambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert